Málþing um dróna

Fimmtudaginn 12. desember 2019 stóð ITS Ísland fyrir málþingi um dróna. Kynningarnar voru einkar athygliverðar og sköpuðust líflegar umræður bæði á meðan á fyrirlestrum stóð og eftir formlega dagskrá.

Fundarmenn voru sammála um þörf fyrir frekari samskipti hagsmunaaðila í drónaheiminum hér á landi og mun ITS-Ísland leitast til að hjálpa til.

ITS þakkar öllum þátttakendum fyrir frábæran dag og vonast til að þetta verði einungis fyrsta skrefið af mörgum sem félagið tekur í hinum gríðaráhugaverða heimi dróna.