Samþykktir ITS

1.gr.  Nafn félagsins

Félagið heitir ITS Ísland

2. gr.  Tilgangur og Markmið

Tilgangur félagsins almennt og fyrir félagsaðila er að þróa, styðja við og samhæfa samtengdar/snjallar samgöngur eða á ensku Intelligent Transportation System (ITS).  Félagið er hugsað sem vettvangur til að styðja hagsmuni félagsmanna innan stjórnmála og hjá opinberum aðilum. Félagið mun taka frumkvæði að rannsóknarverkefnum, málþingum og ráðstefnum. Félagið mun vekja athygli á og ýta undir menntun á sviði snjallra samgangna til þess að auka þekkingu á fagsviðinu hérlendis

Ýmsar atvinnugreinar starfa á þessu sviði en grunn starfsvettvangur þeirra getur þó verið ólíkur svo að tengingar skortir þeirra á milli. ITS Ísland er hugsað sem vettvangur fyrir þessa geira hérlendis og einnig vera tengiliður við sambærileg félög erlendis. 

Markmið félagsins eru eftirfarandi:

  • ITS Ísland mun huga að fjölbreyttum ferðamátum, þ.e. passa upp á að tekið sé tillit til allra ferðamáta við mat á samtengdum/snjöllum samgöngum. Um er að ræða almenningssamgöngur, flugsamgöngur, vegasamgöngur, ferjuleiðir, hjólreiðar og gangandi vegfarendur
  • ITS Ísland mun vekja athygli á ITS lausnum sem áhrifaríku verkfæri til þess að tryggja greiðar, öruggar og umhverfisvænar samgöngulausnir
  • ITS Ísland mun byggja upp tengslanet innanlands og erlendis fyrir samtengdar/snjallar samgöngur
  • ITS Ísland mun leitast við að vera þáttakandi í stefnumótun í málaflokknum sem óhlutdrægur ráðgefandi aðili

4. gr

Félagar í ITS-Ísland(i) geta verið einstaklingar, fyrirtæki og stofnanir, tengdir málaflokknum. Fyrirtæki og stofnanir sem gerast félagar þurfa að vera með lögheimili á Íslandi.

5. gr. 

Starfstímabil félagsins er almanaksárið.  Á aðalfundi skal stjórn gera upp árangur liðins árs.  Aðeins félagsmenn hafa heimild til að sitja aðalfund. 

6. gr. 

Aðalfund skal halda eigi síðar en 1. október ár hvert og skal boða til hans með að minnst tveggja vikna fyrirvara með sannanlegum hætti.  Aðalfundur er löglegur, sé rétt til hans boðað. Einfaldur meirihluti mættra félagsmanna ræður úrslitum mála. Dagskrá aðalfundar skal vera sem hér segir:

  1. Kosning fundarstjóra og fundarritara
  2. Skýrsla stjórnar lögð fram
  3. Reikningar lagðir fram til samþykktar
  4. Lagabreytingar
  5. Ákvörðun félagsgjalds
  6. Kosning stjórnar
  7. Önnur mál

7.gr.

Stjórn félagsins skal skipuð 7 félagsmönnum, formanni, gjaldkera, ritara og 4 meðstjórnendum,  kjörnum á aðalfundi til eins árs í senn. Einnig er heimilt að kjósa allt að 5 varamenn. Stjórnin skiptir með sér verkum.  Stjórn félagsins fer með málefni félagsins milli aðalfunda. Formaður boðar til funda. Firmaritun er í höndum meirihluta stjórnar. 

8.gr.

Ákvörðun um félagsgjöld skal tekin af stjórn félagsins.  Félagsgjöld skulu innheimt árlega. 

9. gr. 

Rekstrarafgangi/hagnaði af starfsemi félagsins skal varið í samræmi við markmið félagsins.

10. gr. 

Ákvörðun um slit félagsins skal taka á aðalfundi með ¾ hluta atkvæða og verður eignum þess varið í samræmi við markmið félagsins og er sú ákvörðun tekin á slitafundi.