Um ITS Ísland

Markmið félagsins er að skapa vettvang til að styðja faglega hagsmuni opinberra og einkarekinna fyrirtækja sem og fræði- og vísindamanna á sviði upplýsingatæknivæddra flutningskerfa (ITS) í samvinnu við opinbera aðila.


Intelligent Transportation System (ITS) er bæði safnhugtak fyrir upplýsingatæknihlið samgangna- og flutningsgeira og formlegur félagskapur sérfræðinga í tengdum atvinnugreinum um allan heim. Greinarnar eru samtvinnaðar og hafa oft sömu markmið en grunnstarfsvettvangur þeirra er ólíkur svo tengingar hafa skort þeirra á milli. ITS á Íslandi er hugsaður sem vettvangur fyrir þessa geira hérlendis og tenging yfir í sambærileg félög erlendis.

Stofnfundur ITS á Íslandi fór fram í september 2019.

Stjórn félagsins er kosin á aðalfundum og er skipuð af:

Formaður – Lilja G. Karlsdóttir (VSB)
Gjaldkeri – Davíð Guðbergsson (VSÓ)
Ritari – Daði Baldur Ottósson (Efla)
Meðstjórnandi – Anna Guðrún Stefánsdóttir (Verkís)
Meðstjórnandi – Daði Áslaugarson (Strætó)
Meðstjórnandi – Grétar Þór Ævarsson (Reykjavíkurborg)
Meðstjórnandi – Nicolai Jónasson (Vegagerðin)

Varamenn
Nils Schwarzkopp (Reykjavíkurborg)
Guðrún Birta Hafsteinsdóttir (Mannvit)
Ómar Gíslason (Reykjafell)

Almenningssamgöngur