Málþing um týndu gögnin

ITS Ísland stendur fyrir málþingi fimmtudaginn 26.janúar kl 13-16 sem ber yfirskriftina “Týndu gögnin”.

Málþingið verður haldið hjá verkfræðistofunni Verkís, Ofanleiti 2, en einnig verður streymt frá viðburðinum.

Fjallað verður um hin ýmsu gögn tengd samgöngum og leitast verður við að svara spurningum á borð við:

  • Hvaða gögnum er verið að safna í dag hjá opinberum aðilum og einkaaðilum og hvernig eru gögnin notuð?
  • Hvaða gögnum er safnað en ekki verið að nýta?
  • Hvaða gögnum þyrfti að safna og nýta, sem ekki er gert í dag?

Streymt verður frá viðburðinum og er skráning fyrir streymi hér:

https://events.teams.microsoft.com/event/deef3ff9-39e7-4ff2-80cd-253f1d42d5a1@516bcb9a-aedb-4fa8-844c-d0eacf61917f

—————————-

Dagskrá
Kl. 13:00-13:05 ITS ÍSland – Lilja G. Karlsdóttir
Kl. 13:05-13:25 Strava – Community Data in Active Travel Planning (Tom Knights)
Kl. 13:25-13:45 Hopp – Hversu snjöll eru gögnin okkar? (Sæunn Ósk Unnsteinsdóttir)
Kl. 13:45-14:05 Faxaflóahafnir – Friðrik Þór Hjálmarsson
Kl. 14:05-14:25 Veðurstofan – Við ætlum að safna öllum gögnunum. Hvað svo? (Ragnar Heiðar Þrastarson)
Kl. 14:25-14:45 Kaffihlé
Kl. 14:45-15:05 Liska – Upplýsingar um dagsbirtu, mikilvægi og möguleikar (Guðjón L. Sigurðsson)
Kl. 15:05-15:25 Hagstofan – Hagstofan sem gagnamiðlari ( Arndís Vilhjálmsdóttir)
Kl. 15:25-15:50 Blika.is – Hugsað upphátt um skylduskil tímaraða mælinga á veðri og náttúru landsins (Einar Sveinbjörnsson)
Kl. 15:50-16:00 Umræður og samantekt

—————————-

Viðburðurinn er einnig á Facebook síðu ITS Ísland:

https://www.facebook.com/events/815028009360258